Ástæða fyrir nafni? Nafnið er samsett og vísar til Hrúteyjar. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum þá er Hrútey við Goðafoss og afmarkast af Hrúteyjarkvísl sem greinist frá Skjálfandafljóti ofan við Goðafoss en sameinast fljótinu aftur neðar. Hreppur er lipurt og fallegt nafnorð og ættu öll sveitarfélög landsins að bera nafnið hreppur s.s. Reykjavíkurhreppur, Borgarfjarðarhreppur o.sv.frv.
Hér má ekki gleyma Hrútey, næststærstu eyju í Mývatni. Þær kunna að vera fleiri en þessar tvær sem ég kannast við.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation